Haakaa á Íslandi
Haakaa Fjölnota skvísa (170ml)
Haakaa Fjölnota skvísa (170ml)
Couldn't load pickup availability
Leyfðu barninu þínu að njóta hollrar heimagerðrar skvísu hvar og hvenær sem er með Haakaa sílikon fjölnota skvísunni!
Hún er gerð úr 100% food-grade sílikoni sem má nota aftur og aftur. Fullkomin til að taka með sér heimagert mauk, boozt, jógúrt eða annað góðgæti á ferðina eða í göngutúrinn og til að eiga heima.
Fjölnota skvísan býður upp á öll þægindin við skvísur sem eru keyptar út í búð án þess að plastagnir smitist í innihaldið.
Skvísan rúmar 170 ml er með krúttlegt bjarnarform með mælieiningum á hliðinni.
Hún hvetur til sjálfstæðis í matartímanum með einfaldri kreistingu.
Hægt er að geyma hana í nestisboxi eða skiptitösku án þess að hún leki, því lokið heldur pokanum þéttum og lokuðum.
Skvísan hefur stórt op og stendur upprétt sem auðveldar áfyllingu og þrif.
Má setja í uppþvottavél og er einstaklega auðvelt í þrifum.
Einnig er hægt að versla Skeið á fjölnota skvísu og Pelatúttu á fjölnota skvísu sem smellpassar á skvísuna (Fylgir ekki með)
Rör fylgir með fyrir þynnra innihald.
Helstu eiginleikar:
- Fullkomin stærð - 170 ml
- Krúttlegt bjarnarform með mælieiningum á hliðinni
- Munnstykki með X-laga opnun sem leyfir barninu að stjórna flæðinu
- Þétt lok kemur í veg fyrir leka og klístur á ferðinni
- Stendur sjálft upprétt og hefur stórt op til að fylla á auðveldan hátt
- Rörið hentar fyrir þynnra mauk og drykki
- Má fara í ísskáp, frysti, örbylgjuofn og uppþvottavél
- BPA-, PVC- og þalata.
Features
Features
Directions
Directions
Care Instructions
Care Instructions
Caution
Caution














