Haakaa

Um vörumerkið Haakaa

Haakaa er margverðlaunað barnavörumerki sem stofnað var árið 2007 af fjölskyldu í Nýja Sjálandi, en Haakaa framleiðir öruggar, eiturefnalausar og umhverfisvænar barnavörur með sjálfbærni að leiðarljósi. Allar Haakaa vörurnar eru hannaðar og prófaðar á Nýja Sjálandi, framleiddar í háþróuðum alþjóðlegum verksmiðjum undir ströngu gæðaeftirliti og prófaðar með tilliti til ströngustu öryggisstaðla heims með jákvæðum árangri. Vörurnar eru LFGB vottaðar og án BPA, PVC, þalata og blýs. Ekkert plast er í umbúðum, en einnig er reynt eftir fremsta megni að hafa lítið sem ekkert plast í vörunum, en PP plast er notað ef ekki er komist hjá því. Umbúðirnar eru FSC mix (sjálfbær skógrækt) vottaðar.

Innflutningsaðili og leyfishafi fyrir Haakaa á Íslandi er Marald ehf. Á bakvið vörumerkið á Íslandi standa tvær mæður sem fannst vanta fjölbreyttari kosti fyrir umhverfisvænar og öruggar barnavörur. Vörumerkið hefur verið í sölu á Íslandi síðan í ársbyrjun 2023 við frábærar undirtektir. 

Verðlaunin sem Haakaa hefur fengið eru meðal annars Baby Innovation Award, Made for Moms Awards, OHBaby Awards, National Parenting Awards og PBC Awards.

Haakaa er stutt og samþykkt af heilbrigðisstarfsfólki (ISO 13485 vottun) og selt bæði á spítölum og heilsugæslustöðvum um allan heim, en einnig í smásölu og þar á meðal í verslununum Target, Walmart og Amazon.

Markmið Haakaa er að gera mæðrum kleift að lifa einfaldara, auðveldara og grænna lífi.