Haakaa

Veldu það besta fyrir barnið þitt

Vörurnar frá Haakaa eru öruggar, eiturefnalausar og umhverfisvænar barnavörur. Þær eru hannaðar og prófaðar í Nýja Sjálandi og eru FDA vottaðar og án BPA, PVC, phthalate og blý.

Haakaa er margverðlaunað barnavörumerki sem stofnað var árið 2007 af fjölskyldu í Nýja Sjálandi. En þau fóru af stað með þetta verkefni eftir að þau eignuðust dóttur sem er langveik og reyndist þeim erfitt að finna öruggar vörur sem voru bæði eiturefnalausar og umhverfisvænar.

Vörurnar hafa fengið fjölda verðlauna um allan heim, en má þar nefna National Parenting Product Awards (gull 2022, 2021, 2020, 2019), Baby Innovation Award (2018), Made for Moms Awards (gull, 2018), OHBaby Awards (gull, 2020), National Parenting Awards (gull, 2020) og fleiri.